25.3.2010 | 11:14
Varða
Hvað með nafnið Varða? Það er fallegt, tengist Fimmvörðuhálsi og er táknrænt...
Fimmvörðufjall? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög fínt og með því besta sem maður hefur rekist á hér í bloggheimum.
Þetta verður mjög áhugavert nafnaferli næstu mánuðina. Annarsvegar mun Örnefnanefnd skíra fjallið og síðan mun fjallið kannski fá óformlegt heiti sem þekkt verður meðal göngufólks þarna uppfrá.
Nú kann vel að vera að Örnefnanefnd smellhitti á gott nafn sem verður ferðafólki tamt í munni.
Einhver nefndi Þórðarfell eftir Þórði í Skógum. Það er sniðugt að skíra fjöll í höfuðið á merkum körlum frá samtímanum. Held að slíkt hafi ekki gerst síðan árið 2000 þegar ónefndur tindur í Skaftafellsfjöllum fékk hið ágæta nafn Ragnarstindur eftir fyrsta þjóðgarðsverði í Skaftafelli.
Held að Þórðarfell yrði fínt. Ekki ólíklegt að göngufólk muni taka ástfóstri við það nafn, enda þykir öllum ferðamönnum undurvænt um kallinn. Þetta yrði hinn íslenska útgáfa af Óskarsverðlaunum fyrir gott ævistarf Þórðar.
-En að sjálfsögðu ætti Örnefnanefnd að splæsa símtali á Þórð og athuga hvort hann hafi nafn á fjallið.
Steini (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 12:51
Takk fyrir þetta. Þórðarfell er líka gott nafn.
Hugrún Jónsdóttir, 25.3.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.