15.3.2007 | 11:26
Hvað mörg?
Ég er mjög fylgjandi ættleiðingum og auðvitað er aðdáunarvert að fólk eins og hún Angelina Jolie ættleiði börn... en, hversu mörg er æskilegt að ættleiða? Ég veit ekki, það er örugglega betra að börnunum sé bjargað frá fátæktinni, en verður ekki líka að skoða að það er bara takmarkað hvað eitt (eða tvö) foreldri getur veitt fjölda barna af athygli sinni. Ég hef lesið að hægt sé að leggja tilfinningalega vanrækslu jafna við andlegt ofbeldi...
Annað, er hún endilega meiri hetja, sveipuð meiri dýrðarljóma eftir því sem hún ættleiðir fleiri börn?
Ég bara veit þetta ekki...
Jolie ættleiddi 3 ára dreng í Víetnam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örlar á ofurlítilli afbrýðissemi?? Ég á fimm systkini og þrátt fyrir þennan mikla "óæskilega" fjölda get ég fullyrt - þótt ótrúlegt sé - að ekkert af okkur býr við andlegt ofbeldi.
Verð að segja að mér finnst þetta komment hjá þér ótrúlega "íslenskt" - aka - over the top.. sjáðu bara hvernig við látum yfir auðlindaákvæðinu sem skiptir engu og ætti að grafa í staðinn fyrir að ræða það og rökræða daginn út og inn.... plís ekki falla í sama farið!
kveðja,
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:33
Neinei, engin afbrýðissemi... mamma á 20 systkini og eftir því sem ég best veit hafa þau öll fengið ástríkt uppeldi, enda þó geti verið fylgni milli systkinafjölda og afskiptaleysis segir það ekkert til um orsakasamband.
Hugsunin var kannski frekar sú að tilhneigingin í Hollywood er í efnishyggjuáttina. Ekki ætla ég að fullyrða um það hvort fröken Jolie er á þeirri línunni eða ekki, hef engar forsendur til að dæma um það. Langaði bara að koma með þennan vinkil á umræðuna þar sem fólk virðist vilja sveipa hana dýrðarljóma eftir því sem hún ættleiðir fleiri börn, án þess þó að fólk hafi hugmynd um það hvort hún er "góð" móðir eða ekki...
Hugrún Jónsdóttir, 15.3.2007 kl. 12:54
Ég sé á þessu tvær hliðar. Annars vegar er ég þakklátur fyrir að það er til fólk sem lætur sig varða afdrif barna í öðrum heimshlutum og af öðrum kynstofnum. Ættleiðing af þessu tagi er að því leiti til mjög göfug sem yfirlýsing um að mannkynið er eitt.
Það sem mér dettur hins vegar oft í hug þegar ég heyri af svona ættleiðingum ef annars vegar auglýsingamennska og hins vegar sú spurning, hvort það sé endilega viðkomandi börnum fyrir bestu að vera fjarlægð úr umhverfi sínu og flutt yfir í vestræna Hollywood-menningu. Ég er ekki sannfærður um það.
Ég held að í mörgum tilvikum gætu þessar heimsþekktu stjörnur gert mun meira fyrir þessi börn, og reyndar fleiri börn fyrir sama pening, ef þær leggðu fjármuni og umhyggju í að sjá þeim fyrir lífsviðurværi á sjálfu menningarsvæði barnanna. Þannig mundu börnin halda sínum menningarlegu rótum, þau mundu auðga samfélag sitt og síðast en ekki síst væri hægt að koma hundruðum barna til manns með þessum hætti fyrir sama kostnað og fer í að ala upp eitt stjörnubarn í Hollywood.
Stundum hef ég á tilfinningunni að þessar stjörnur sjái börn í þriðja heiminum og bregðist við eins og barn sem sér dúkku í leikfangabúð. En ég vil ekkert fullyrða um þetta og best að ætla fólki jákvæðar hvatir þar til annað kemur í ljós.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 12:56
Takk fyrir að orða svo vel það sem ég var að hugsa Hreiðar
Hugrún Jónsdóttir, 19.3.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.