2.8.2007 | 16:54
Mansal á Íslandi?
Ég skora á fólk að lesa sér til um þann bisness sem þrífst í kring um starfsemi af þessu tagi. Það eru ekki allir þarna (ég er ekki endilega að vísa í Goldfinger, heldur á nektarstöðum yfir höfuð) af fúsum og frjálsum vilja. Mansal tíðkast víða í heiminum, geri ráð fyrir að það sé hér eins og annarsstaðar.
Vill fólk styðja þannig atvinnurekstur?
Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dansstaðirnir eins og Goldfinger eru eitt það besta sem til er til að sporna við mannsali og skipulögðu vændi.
Þar var amk hægt að ganga inn og athuga pappírana hjá öllum, nokkuð sem verður ekki hægt á þeim neðanjarðar stöðum sem munu taka við af stripp stöðunum ef þeir leggjast af.
Reyndar hef ég heyrt að alvöru vændishús séu starfrækt í borgini, en þau hafi bara ekki mikið af kúnnum, nokkuð sem kemst örugglega í lag fljótlega eftir að dansstaðirnir loka.
Fransman (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:10
Nei ég er nokkuð viss um það að það séu ekki margir hérna, sem mundu styðja mannsal.
Núna þegar staðurinn er lokaður heldurðu að dansmeyjarnar fari bara í háskóla og taki sig á ? Og þessir menn sem sækja þessa staði sem eru ekkert annað en andlega veikir, geri það sama ? Eða væri það kannski betra fyrir stelpurnar að fá að starfa hérna á Íslandi ef það yrðu t.d. settir öryggisverðir þarna og látið lögreglu fylgjast með starfseminni og gefa þessum veiku mönnum meðferðina sem þeir þurfa ?
Það er allavegana eitt á hreinu að þessar afstöður sem þið eruð búnar að taka margar hérna eru ekki spurning um að bæta hagsmuna almennings eða þeirra sem tengjast þessari sóðalegu starfsemi á einhvern hátt, heldur er þetta spurning um siðferðið ykkar.
aron (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:05
Jón Frímann... hjúkket... ég var dauðhrædd þarna í augnablik. Ég hef reyndar aldrei lesið bloggið þitt en tilhugsunin ein um að vera komin á svartan lista einhversstaðar er hræðileg
Þið hin, prófið að finna grein í Ísafold (tölublaðinu sem skartar Ellý Ármanns á forsíðunni) eftir Hreiðar Eiríksson þar sem fjallar um þessi mál sem ég er að vitna í.
Hugrún Jónsdóttir, 2.8.2007 kl. 19:12
Sæl Hugrún. Ég hef lítillega tæpt á þessum mansalsmálum á bloggsíðunni minni og fengið sterk viðbrögð, bæði málefnaleg andmæli og málefnanlega umfjöllun sem er nærri því að falla að minni skoðun.
Flestir sem hafa tekið til andsvara á bloggsíðunni minni hafa haft sterkar skoðanir á málinu en annað tveggja enga þekkingu eða þá að þeir hafa hafnað skýrslum opinberra aðila, innlendra og erlendra, auk skýrslum sameinuðu þjóðanna, svo og upplýsingum frá eiganda tiltekins nektarstaðar og undirmönnum hans, ef þær upplýsingar hafa ekki fallið að skoðunum þeirra á fyrirbærinu. Einn gekk svo langt að fullyrða að mansal væri ekki til nema í skýrslum þeirra sem vildu starfa við hjálparstarf. Í raun gaf viðkomandi í skyn að hin raunverulega glæpastarfsemi væri fólgin í því að fólk byggi til ósannar skýrslur og staðhæfingar um mansal í þeim tilgangi að fá fjarmagn til að bjarga fólki frá ánauð sem ekki væri til. Ég get upplýst að svo er ekki. Ég er viss um að þær u.þ.b. 120 ungu stúlkur sem bjargað var úr kynlífsþrælkun í Bosníu þegar ég vann þar árið 2002 mundu andmæla því að mansal og kynlífsþrælkun sé uppspuni.
Ég vona að þú verðir ekki fyrir því óláni að vera sett á "svartan lista" Jóns Frímanns. Ég tel að slík refsing geti flokkast undir grimmilega og ómannúðlega refsingu. Þessi ágæti Jón Frímann kom við á síðunni hjá mér, þegar ég vogaði mér að fagna lokun nektarstaðarins Goldfinger, og upplýsti í stuttu máli allt sem þurfti um vitsmunalegan þroska sinn. Það hlýtur að vera þér mikið áhyggjuefni þegar menn af slíku kaliberi hóta að búa til svarta lista og setja nafn þitt á þá.
"Fransman" telur að staðir eins og Goldfinger séu best til þess fallnir að sporna gegn mansali (sem hann kallar ranglega mannsal). Þetta er sérkennileg staðhæfing þar sem mansal og kynlífsþrælkun voru ekki til staðar á Íslandi fyrr en staðir á borð við Goldfinger hófu rekstur. Fullyrðingin er álíka gáfuleg og að skipulögð glæpastarfsemi sé eina leiðin til að hald glæpatíðni niðri.
Hreiðar Eiríksson, 4.8.2007 kl. 13:01
Takk fyrir þetta komment Hreiðar. Ég áttaði mig ekki í raun á alvarleika málsins, eða hafði öllu heldur aldrei leitt hugann að honum fyrr en ég las viðtalið við þig í Ísafold. Ég er sannfærð um að það þurfi að fræða almúgann enn betur um þessi málefni.
Varðandi Jón Frímann.... ég skelf alveg á beinum við tilhugsunina...
Hugrún Jónsdóttir, 7.8.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.