24.1.2008 | 01:43
Skrappið mitt
Hér má sjá smá sýnishorn af skrappinu mínu. Fyrst má sjá opnu sem ég gerði um daginn, þessi er tekin 30. júní 2007 á afmælisdaginn minn. Leiðinlegt að flassið skyldi koma akkúrat á andlitið á dótturinni á einni myndinni, svo sjást stimplarnir ekki nógu vel. Þeir eru gerðir með gylltu bleki sem greinilega endurvarpar einhverju af ljósinu.
Ég verð að reyna að prófa að skanna inn myndir, það gengur ekki alvega að ljósmynda þær. Seinni myndin er af dóttur minni og vinkonu um verslunarmannahelgina.
Athugasemdir
Fallegar myndir. Ég mæli með að taka myndirnar án þess að nota flass þá ætti ekki að koma svona endurspeglun á myndirnar. Þú getur annaðhvort reynt að nota dagsbirtu eða stillt lampa þannig að hann endurspeglar ekki inn í vélina.
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:09
Geggjað hjá þér Hugga. Gaman geta séð hvað þú ert að gera í skrappinu.
Hafdís (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.