Innblástur.

Allt frá því ég var lítil og fram á unglingsár hef ég elskað að teikna. Ég var teiknandi út um allt, í skólabækurnar og jafnvel uppskriftabækur hjá nágranna (ég var víst mjög lítil þá, að mér skilst). Ég fór á myndlistanámskeið sem barn og unglingur, bæði hjá Myndlistaskóla Akureyrar (var held ég 8 ára) og svo tvö námskeið hjá Erni Inga. Einnig tók ég myndlistaráfanga í vali í Verkmenntaskólanum þegar ég var þar.

En einhver, sem var mér mjög nákominn, sagði mér að ég hefði litla hæfileika. Þessi sama manneskja fékk mig til að trúa því að það væri mjög lítið varið í það sem ég hafði að skrifa og teikna (ég samdi víst líka slatta af ljóðum).

Nú hef ég varla lagt penna eða blýant við blað til að teikna í áratug. Þegar ég flutti hingað þar sem ég bý núna, fékk ég í hausinn afganginn af dótinu mínu sem hafði dvalist á háaloftinu hjá foreldrum mínum. Þegar ég fór að garfa í þessum kössum fann ég teikningar og málverk sem ég hafði gert. Viti menn, ég varð ansi pirruð. Ég fann þessa afbragðs fínu teikningu sem ég hafði gert þegar ég var ca. 16-17 ára, vatnslitamyndir sem ég hafði gert í VMA og fengið fínar einkunnir fyrir (8-9 í einkunn finnst mér mjög gott)

Ég hef nokkrum sinnum reynt að teikna síðan, en það kemur bara krass á blaðið hjá mér. Ég var búin að segja mér að ég hefði tapað niður þessum hæfileika. Það truflaði  mig að ég hefði á sínum tíma haft það lítið sjálfstraust að ég hafi látið einhvern segja mér að ég gæti ekkert.

Það var einvher óróleiki í mér í kvöld; þegar ég var á leiðinni í rúmið settist ég niður við skrifborðið í stofunni hjá mér og dró upp blað og tússpenna. Ég hef sjaldan þorað að teikna beint niður með penna, blýantur er mikið öruggari. En allavega, ég byrjaði að teikna og þetta er afraksturinn. Engin snilld, en ég held að ef ég æfi mig þá eigi ég eftir að finna þetta aftur. Fyrsta myndin er af orkídeu, held að það hafi tekið mig eina eða tvær mínútur að teikna hana, seinni myndin er af trékalli. Var frekar fljót með hann líka. Fannst best að vera ekkert að hugsa um það sem ég var að gera, setti tússinn bara niður og byrjaði.

Já, og ég gleymdi að segja að það var hann Jakob sem veitti mér innblástur í að byrja aftur að teikna Grin

Ps. Ef ég nenni þá ætla ég að setja inn blogg um skrautskrift á morgun eða hinn Woundering

Orkídea 

orchid

 

 

 

 

 

 

 

 

Trékall

trékall


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Kúl! Gangi þér vel. Það er grunnþörf mannsins að tjá sig með listrænum hætti. Ef þú vilt annan innblástur mæli ég með heimildarmyndinni How Art Made The World: http://www.bbcshop.com/invt/bbcdvd1683. Skal lána þér hana þegar ég kem til Akureyrar ef þú hefur áhuga.

Róbert Badí Baldursson, 7.2.2008 kl. 10:53

2 identicon

Æði, ertu á leiðinni norður á næstunni? Ég er annars að koma suður í mars, gæti kannski kíkt á ykkur

Hugrún (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Endilega haltu áfram að teikna......það er frábær útrás og svo er það svo skemmtilegt...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Ó já! Hjá mér virkar það þannig að sköpun (að föndra, teikna eða mála eða eitthvað annað) virkar betur heldur en nokkurt þunglyndislyf. Að vísu hef ég bara prófað eitt og það var við vefjagigt, en ég næ allavega að halda mér vel gangandi og vonandi lyfjalausri um ókomna tíð

Ef ég fæ kvíðakast þá finnst mér virka best að syngja (skítt með það þó ég syngi ekki vel) og teikna eða föndra

Hugrún Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband