8.2.2008 | 00:56
Alexandra og ömmurnar
Ég afkastaði að gera tvær síður í dag. Sú fyrri skannaðist ekki nógu vel inn, því tölurnar eru svo þykkar. Bakgrunnspappírinn á að vera einlitur og ekki svona flekkóttur eins og hann virðist vera og svo skönnuðust ljósmyndirnar ekki heldur nógu vel.
Allavega, fyrri er mynd af Alexöndru í afmælisveislu ömmu Steinu (febrúar í fyrra) og á seinni myndinni er Alexandra rúmlega ársgömul, með ömmu Kötu að skoða snjóinn. Ég á eftir að skrappa mynd af afmælisbarninu sjálfu; en með Alexöndru á efstu myndinni er Geiri frændi, ömmubróðir.
Á seinni myndinni er reyndar fullt af glimmeri sem sést ekki svo vel, ég gat ekki beðið eftir að glimmerið þornaði nægilega vel til að skanna inn myndina, svo það klístraðist fullt af glimmeri á glerið. Eins gott að ég á þennan skanna ein! Það er víst aldrei of mikið glimmer í lífinu
Já, svo er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Athugasemdir
Þetta er ótrúlega fallegt! Gaman fyrir Alexöndru og aðra að skoða þetta þegar hún er orðin eldri
Róbert Badí Baldursson, 8.2.2008 kl. 09:46
Takk Badí, gott að heyra að öðrum finnist þetta fallegt. Stefnan er að gefa Alexöndru fyrsta albúmið (fyrsta árið) þegar hún flytur að heiman. Er farin að vinna í fleiri albúmum, þetta er svo skemmtilegt
Hugrún Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning