Ég er forvitin

Já, ég er forvitin um flest allt. Mér er reyndar sama um slúður, trúi fæstu sem ég heyri um fólk nema ég fái upplýsingarnar frá fyrstu hendi. En hvernig hlutir virka, afhverju þetta eða hitt er svona eða hinsegin, þá er ég forvitin. En um leiði og ég segi þetta verð ég að taka fram að það eru svo sem til hlutir sem ég hef nánast engan áhuga á að vita, eins og t.d. ...hmmm... nú er ég búin að sitja og hugsa í 10 mínútur og mér dettur ekkert í hug. Ég ætlaði að skrifa um eitthvað leiðinlegt eins og störf á Alþingi eða vísitölu neysluverðs. En í raun er þetta alls ekki svo óáhugavert, ég þyrfti bara að vera rétt stemmd til að nenna að fræðast um þessi mál.

Þegar ég fræðist um eitthvað nýtt og áhugavert langar mig að deila því með þeim sem nenna að hlusta. En það eru bara ekkert allir sem nenna að hlusta Blush

Í gær var ég í tíma í KLÍ, sérefni í klínískri sálfræði. Við erum aðallega að fjalla um lyf, bókin sem við erum að nota heitir Basic Psychopharmacology. Við lærðum það, meðal annars, að greip ávöxturinn inniheldur efni sem getur haft þau áhrif á sum lyf að virkni þeirra verður meiri en ella. Þetta er nokkuð áhugavert finnst mér.

Meiri fróðleikur seinna. Ef þið nennið að hlusta LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hummm...þessi saklausi greip aldin? skrýtið, hefi aldrei dottið það í hug. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt :0)

 Kveðja Hafdís

Hafdís (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Jamm, ótrúlegt! Hér er brot úr glærunum:

  • Greip-ávöxturinn getur haft fjölmargar milliverkanir við lyf og oft aukið virkni þeirra verulega
  • Inniheldur naringin, bergamottin og dihydroxybergamottin sem hamla cytochrome P450 ísóformi CYP3A4 í meltingu
  • Þannig eykur greið t.d. áhrif Buspirone (Buspar), Karbamazepíns (Tegretol), ýmissa statína, terfenadine, felódipín, nífedipín, verapamil, estradíóls, benzódíazepína og cyclosporíns
  • Áhrifin uppgötvuðust 1989 en urðu alþekkt eftir nokkur dauðsföll

Hugrún Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:03

3 identicon

oki. Það er nú ekki samt voðalega langt síðan þetta uppgvötaðist. Ég er líka að læra þónokkuð nýtt námssálfræði og sérþarfir, en ég var að byrja í sérþarfahlutanum í síðustu viku. Ég er að fá mikið út úr honum, en ég var búin að taka í KHÍ svipaðan kúrs eins og námssálffræðin er hérna. held að bókahillan hjá mér samandtandi aðallega af sálfræðibókum og stærðfræðibókum fyrir utan nokkra einfara úr hinu og þessi faginu :0)

 Nú er ég hætt að blaðra..

 kveðja 

Hafdís (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband