Föndur og skíði

Eftir að hafa farið með stuttuna mína í fimleika og tekið nokkar myndir (set inn myndir seinna, myndavélin er hjá mömmu), fórum við á skíði. Ég skellti mér í kvennagöngu til heiðurs Þórunnar Hyrnu. Á eftir var happdrætti, og hvað haldiði? Ég vann lúxus lambalæri frá Kjarnafæði, og auðvitað ætla ég að bjóða í mat í kvöld. Heima hjá foreldrunum auðvitað, því ég hef ekki besta borðplássið hérna til að bjóða í mat.

Svo hitti ég stelpurnar í gærkvöldi, vorum allar frekar þreyttar og andlausar. En afrakstur kvöldsins var ein og hálf síða. Ég skelli hér inn mynd af kláruðu síðunni. Hún er af Alexöndru að leika Móglí í frumskóginum.  Hawaii rósin er sko frumskógurinn.

móglí3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeminn hvað síðan er flott og skemmtileg. Táslurnar eru bara æði. Leiðinlegt að ég komst ekki á laugardagskvöldið, en ég hlakkaði svo til að mæta. En vonandi kemst ég næst :0)

kveðja

Hafdís (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi,

Kv. Lovísa.

Lovísa , 15.3.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband