Þetta er grátlegt

Þessar ofsóknir á hendur bahá'íunum í Íran vekja óhug hjá trúsystkinum um allan heim. Það er ekki svo mörg ár síðan fólk var tekið af lífi fyrir það eitt að vilja ekki afneita trú sinni, nú bið ég þess að slíkt fari ekki að endurtaka sig. 

Þann 18. júní 1983 voru 10 konur teknar af lífi í Shiraz, Íran af Islömsku klerkastéttinni. Það eina sem þær þurftu að gera til að bjarga lífi sínu var að afneita trú sinni. Eftir langan tíma í fangavist þar sem þær sættu pyntingum og yfirheyrslum voru þær hengdar, ein í einu og hinar látnar horfa á. Sú yngsta sem var tekin af lífi var 17 ára - Mona Mahmudnizhad. Á þessu ári hefði Mona orðið 43 ára. Síðan 1884 hafa yfir 20.000 manns verið teknir af lífi fyrir það eitt að vera Bahá'íar. Sá síðasti (sem ég veit um) var tekinn af lífi árið 1998.

 


mbl.is Sex bahá'í leiðtogar handteknir í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi

Lovísa , 24.5.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband