Í dag...

...fékk ég spurningu um hvort ég væri svolítið löt að blogga. Ég sagði bara eins og er að ég hef ekki nennt því upp á síðkastið, en kannski ég taki upp á því að nýju. Kannski.

 

Allavega, ég var á skrautskriftarnámskeiði hjá Jens Guð, þeim mæta bloggara og skrautskriftarkennara. Þetta er í annað skipti sem ég fer á námskeið hjá honum, og það verður að segjast að það er ekki síðra í seinna skiptið... jafnvel bara betra.

Ég er búin að dútla við skrautskrift síðan ég var ábyggilega 10 ára. Búin að læra nokkrar leturgerðir, en hef alltaf hermt eftir forskriftarbókum en vantað upp á tæknina hjá mér.  Á þessum námskeiðum nær maður nefnilega góðri tækni.

Annars erum við litla fjölskyldan að fara í mat til Ernu á eftir, hlakka til að sjá hvað hún ætlar að tilraunast á okkur...

Meira seinna... kannski!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband