Ný ást!

Ég fann nýja ást sem ég verð að deila með ykkur... veit samt að hún er ekki allra ;)

Anyways... nýja ástin mín er alls ekki ný og þó ég hafi vitað af henni í mörg ár þá var ég að kynnast henni fyrst í gærkvöldi. Ég og eiginmaðurinn vorum að keyra heim úr jólagleði í gærkvöldi þegar allt í einu heyrðust tónar í útvarpinu sem fengu okkur bæði til að snarþagna. Ég hækkaði í útvarpinu og við sögðum varla orð þar til síðustu tónarnir dóu út og auglýsingastefið á rás 2 tók við.

Þegar heim kom var náttúrulega farið strax á netið og textinn gúgglaður til að finna út hvaða snilld þetta var. Þegar ég svo loks fann dýrðina var tilfinningin eins og ég hefði verið að finna mynd af manneskju sem ég hafði séð hundrað sinnum úti á götu, svo oft að mér hefur fundist að ég ætti að heilsa henni, en án þess þó að þekkja hana.

Ég skellti nafninu auðvitað í youtube og vissi að þetta var ást sem á eftir að endast.

Hér er lagið sem ég heyrði í bílnum:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Langt síðan ég hef hitt ykkur og sakna þess...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.11.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Æi takk Gott að þú komst áðan, vonandi hefurðu gagn og gaman af bókunum

Finnst hugmyndin um safnaðarheimilið geggjuð

Hugrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband