Færsluflokkur: Bloggar
4.2.2008 | 02:48
Meira skrapp
Í þetta sinn ákvað ég að prófa að skanna inn myndina. Ég þurfti að gera það í tvennu lagi og setja myndina svo saman í photoshop. Það gekk pínu brösulega og ég þurfti að laga þetta aðeins til, en þetta er nokkuð nálægt því sem síðan er í raun og veru. Þetta var jólakortamyndin í ár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 01:43
Skrappið mitt
Hér má sjá smá sýnishorn af skrappinu mínu. Fyrst má sjá opnu sem ég gerði um daginn, þessi er tekin 30. júní 2007 á afmælisdaginn minn. Leiðinlegt að flassið skyldi koma akkúrat á andlitið á dótturinni á einni myndinni, svo sjást stimplarnir ekki nógu vel. Þeir eru gerðir með gylltu bleki sem greinilega endurvarpar einhverju af ljósinu.
Ég verð að reyna að prófa að skanna inn myndir, það gengur ekki alvega að ljósmynda þær. Seinni myndin er af dóttur minni og vinkonu um verslunarmannahelgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 13:02
Smá leiðbeiningar fyrir fréttamenn mbl.is
Til að gera fréttina skemmtilegri er hægt að fara inn á www.imdb.com sem er gagnagrunnur fyrir kvikmyndir (Internet Movie Database) og slá inn Christian Slater. Þá kemur upp listi yfir allar myndir sem hann hefur komið að og efst á þeim lista er vísindaskáldsögu-teiknimyndin Quantum Quest: A Cassini Space Odyssey.
Meðal þeirra sem ljá teiknimyndinni raddir sínar eru ásamt Christian Slater: John Travolta, Samuel L. Jackson, James Earl Jones, Anne Archer, Michael York, Robert Picardo og fleiri.
Svo þarf ekki að skoða lengi umræðurnar til að sjá þar að ágiskanir eru um að þetta sé teiknimynd um ferð Cassinis til Satúrnusar, byggt á samnefndu alþjóðaverkefni. Cassini var skotið af stað frá jörðu í átt til Satúrnusar og náði þangað árið 2004 og er nú á braut um plánetuna.
Ekkert kemur þó fram um hvar myndin verður tekin eða unnin en gaman verður að fylgjast með inná imdb.com og sjá hvort einhverjar nýjar upplýsingar komi fram þegar fram líða stundir.
Christian Slater til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 16:54
Mansal á Íslandi?
Ég skora á fólk að lesa sér til um þann bisness sem þrífst í kring um starfsemi af þessu tagi. Það eru ekki allir þarna (ég er ekki endilega að vísa í Goldfinger, heldur á nektarstöðum yfir höfuð) af fúsum og frjálsum vilja. Mansal tíðkast víða í heiminum, geri ráð fyrir að það sé hér eins og annarsstaðar.
Vill fólk styðja þannig atvinnurekstur?
Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.7.2007 | 13:03
Andleg gildi?
"Christina hefur alltaf verið mikið fyrir efnisheiminn. Hún verður án alls vafa fyrirtaksmóðir."
Ég sé ekki samhengið milli þessarra tveggja setninga. Síðan hvenær er það kostur að vera háður efnishyggju þegar kemur að uppeldi barna? Hver á að sjá um andlegu gildin?
Söngstúlkan Christina Aguilera ófrísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 12:28
Af bloggleti og fleiru
Ég er skelfilega blogglöt... ekki meira um það
Það er margt í þessum heimi sem pirrar mig, eins og þegar fólk er að fjölyrða um hluti sem það hefur ekki vit á. Það getur verið grátlegt að hlusta á fólk rökræða og jafnvel rífa sig yfir hlutum sem það þekkir ekki.
Það er samt enn fleira í þessum heimi sem gleður mig, eins og það hvað kemur góð lykt af öllu í rigningu. Allt verður líka fallegra á litinn.
Dóttir mín gleður mig meira en flest annað í þessum heimi, oftar en ekki kemur hún mömmu sinni í gott skap með yndisleik sínum og speki þeirra sem eru fjögurra ára. Við vorum að skoða myndir um daginn og hún sá mynd af Sean. Hún sagði um leið (mjög alvarlega) "Ég elska Sean". Ég sagði náttúrlulega að Sean elskar okkur líka og bráðum kæmi hann til að vera hjá okkur. Þá sagði hún "hann kemur á afmælinu mínu á morgun, við hringjum í hann og hann kemur. Ég þarf bara að sofa í viku og þá á ég afmæli!!".
Hún á afmæli 19. september
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 09:28
Nýjasta æðið...
Meðal fjölmargra áhugamála minna eru tungumál, letur, skrautskrift og tónlist. Ég fékk æði í gærkvöldi fyrir Holly Dolly laginu svokallaða; eða reyndar eldri útgáfu af laginu í flutningi finnskrar sveitar sem kallast Loituma. Þetta lag er víst finnskur polki (smellið á linkinn til að heyra lagið á youtube, vona að linkurinn virki) og læt ég textann fylgja með ykkur til skemmtunar. Ég hlustaði á þetta lag ca 20 sinnum í gærkvöldi og var orðin ansi góð í finnskunni, ef ég á að segja sjálf frá
Nuapurista kuulu se polokan tahti
jalakani pohjii kutkutti.
Ievan äiti se tyttöösä vahti
vaan kyllähän Ieva sen jutkutti,
sillä ei meitä silloin kiellot haittaa
kun myö tanssimme laiasta laitaan.
Salivili hipput tupput täppyt
äppyt tipput hilijalleen.
Ievan suu oli vehnäsellä
ko immeiset onnee toevotti.
Peä oli märkänä jokaisella
ja viulu se vinku ja voevotti.
Ei tätä poikoo märkyys haittaa
sillon ko laskoo laiasta laitaan.
Salivili hipput tupput täppyt
äppyt tipput hilijalleen.
Ievan äiti se kammarissa
virsiä veisata huijjuutti,
kun tämä poika naapurissa
ämmän tyttöä nuijjuutti.
Eikä tätä poikoo ämmät haittaa
sillon ko laskoo laiasta laitaan.
Salivili hipput tupput täppyt
äppyt tipput hilijalleen.
Siellä oli lystiä soiton jäläkeen
sain minä kerran sytkyyttee.
Kottiin ko mäntii ni ämmä se riitelj
ja Ieva jo alako nyyhkyytteek.
Minä sanon Ievalle mitäpä se haittaa
laskemma vielähi laiasta laitaa.
Salivili hipput tupput täppyt
äppyt tipput hilijalleen.
Muorille sanon jotta tukkee suusi
en ruppee sun terveyttäs takkoomaa.
Terveenä peäset ku korjoot luusi
ja määt siitä murjuus makkoomaa.
Ei tätä poikoo hellyys haittaa
ko akkoja huhkii laiasta laitaan.
Salivili hipput tupput täppyt
äppyt tipput hilijalleen.
Sen minä sanon jotta purra pittää
ei mua niin voan nielasta.
Suat männä ite vaikka lännestä ittään
vaan minä en luovu Ievasta,
sillä ei tätä poikoo kainous haittaa
sillon ko tanssii laiasta laitaan.
Salivili hipput tupput täppyt
äppyt tipput hilijalleen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 15:03
Síðasta vika...
Nýliðin vika var frábær tilbreyting í mitt annars tilbreytingasnauða líf. Vinkona mín Shamsi var hjá mér frá mánudegi til laugardags, og þrátt fyrir að hafa verið að vinna 8-4 allan tímann náðum við þó að kynnast svolítið betur og hafa skemmtilegt. Shamsi náði að hitta flesta bahá'íana sem eru á svæðinu (ekki erfitt þar sem Mörtufjölskylda spannar nánast helminginn).
Fyrsta daginn hérna hitti hún unglingana á svæðinu og kynnti fyrir þeim gildi og mikilvægi pílagrímsferðar til Haifa (nokkuð sem allir bahá'íar reyna að gera a.m.k. einu sinni á æfinni). Þau eru einmitt að safna sér pening til að geta farið í þriggja daga pílagrímsferð.
Á öðrum degi gerðum við ósköp lítið.. elduðum mat og horfðum á sjónvarpið. Það var frekar lítið fútt í mér fyrstu dagana, var að byrja á nýju lyfi sem hefur róandi áhrif og var ég sem rotuð...
Miðvikudagskvöldið var mjög skemmtilegt. Við byrjuðum á að fara út að borða á Greifann í boði Shamsi. Ég fékk svo barnapíu og við fórum á bæna- og hugleiðslukvöld til Böðvars og Elsu, þó þau hafi nú ekki verið heima. Þar hittum við fullt af fólki, þar á meðal Bacman Ebrahami, ferðakennara. Bacman er fæddur og uppalinn í Íran, fór í skóla á Indlandi og býr nú í Texas. Einhverra hluta vegna töluðum við Shamsi nánast bara við hann allt kvöldið, án þess þó að ætla okkur að útiloka aðra. Frásagnir hans eru mjög hrífandi og hann segir mjög skemmtilega frá. Umræðuefnin fóru út um víðan völl... allt frá ágæti Íslands og því hversu vingjarnlegir Íslendingar eru (að hans sögn), að líkingum milli íslenskra og persneskra hefða og svo að ástarmálum.
Á fimmtudaginn fór Shamsi á Mývatn, ég notaði bara tímann til að þrífa heima. Við elduðum okkur léttan kvöldmat og horfðum svo saman á Down With Love.
Föstudagurinn...hmm.... jú, alveg rétt. Við fórum í sund og þar var veskinu hennar Shamsi stolið. Það fannst svo seinna um kvöldið, sem betur fer, en kortin hennar voru því miður horfin. Þrátt fyrir að hafa brunað heim til að loka kortunum var samt búið að taka út tvær færslur af kortinu. En, hún á víst að fá þetta bætt.
Laugardagurinn... loksins fengum við smá tíma saman að degi til. Við byrjuðum á að fara niður í sundlaug og sækja veskið hennar og bruggðum okkur svo á Glerártorg þar sem ég verslaði mér einn bol. Svo fengum við okkur brunch í Bakaríinu við brúna, spjölluðum við nokkra mótorhjólatöffara (bærinn enda fullur af þeim vegna 17. júní) og báðum þá að taka myndir af okkur saman (ég þarf að biðja Shamsi um að senda mér myndir svo ég geti skellt þeim inn). Að lokum keyrði ég hana út á flugvöll þar sem við sátum og spjölluðum þar til flugvélin átti að fara. Ég var við það að troða mér (og Alexöndru) ofaní tösku hjá henni til að geta farið með, en vildi ekki láta hana borga yfirvigt þar sem hún var ekki með neinn pening á sér...
Allavega, við Alexandra söknum hennar og hlökkum til að sjá hana aftur.
Ps. Blogg verður birt á ensku á hinu blogginu mínu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 11:26
Hvað mörg?
Ég er mjög fylgjandi ættleiðingum og auðvitað er aðdáunarvert að fólk eins og hún Angelina Jolie ættleiði börn... en, hversu mörg er æskilegt að ættleiða? Ég veit ekki, það er örugglega betra að börnunum sé bjargað frá fátæktinni, en verður ekki líka að skoða að það er bara takmarkað hvað eitt (eða tvö) foreldri getur veitt fjölda barna af athygli sinni. Ég hef lesið að hægt sé að leggja tilfinningalega vanrækslu jafna við andlegt ofbeldi...
Annað, er hún endilega meiri hetja, sveipuð meiri dýrðarljóma eftir því sem hún ættleiðir fleiri börn?
Ég bara veit þetta ekki...
Jolie ættleiddi 3 ára dreng í Víetnam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2007 | 09:01
Ég vill vera kóngur!!
Hinrik prins vill verða kóngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)