Gott að hafa eina veislu á mann.

Fyrirsögnin er tilvitnun í dóttur mína á leiðinni heim til afa hennar og ömmu í gær.  Við byrjuðum daginn á því að skella okkur í fimleika, þar sem ég las föndurblöðin mín á meðan hún skottaðist og fór í kollhnísa, hoppaði á trampolíni og æfði að standa á höndum og fara afturábak á rúllunni. Því næst skelltum við okkur á Glerártorg til að kaupa á hana legghlífar (og við bættist óvart hárspöng, bakpoki fyrir fimleikana og sólgleraugu). Svo var förinni heitið í bæinn að kaupa afmælisgjöf handa einni gelgju sem við þekkjum. Body lotion, sturtusápa og gloss varð fyrir valinu.

Eftir hádegismat hjá afa og ömmu skelltum við okkur í afmælið, og fórum svo beint úr afmælinu í aðra veislu þar sem meðlimir úr þjóðarráðinu voru að heimsækja okkur norðlendingana. Það var vel mætt sýndist mér, og taldist mér til að hátt í 25 manns hafi verið þegar sem mest var. Það var frábært að hitta fólk að sunnan sem ég hef ekki séð lengi og eins og alltaf fer maður frá svona viðburðum léttari á sálinni og hlýrra í hjarta en áður en maður kom. Ekki skilja það samt þannig að ég hafi verið neitt rosalega þung á sálinni og hjartaköld Joyful

Á leiðinni heim lét Alexandra þessi orð falla: Mamma, það er svo gaman að hafa svona eina veislu á mann! Já, sú stutta elskar veislur... eitthvað annað en mamma hennar Whistling

Svo fórum við til afa hennar og ömmu til að horfa á laugardagslögin, og skemmtum við okkur ágætlega. Stuttan mín var samt frekar svekkt yfir því að Páll Óskar var ekki að keppa. Auðvitað heimtaði hún gistingu í afa og ömmu húsi, svo ég svæfði hana eftir keppnina og fór svo að horfa á eitthvað í sjónvarpinu með gamla settinu. Þegar ég hafði dormað yfir laugardagsmynd Rúv sagði mamma að ég ætti bara að skríða uppí hjá stuttu, sem ég og gerði. Nennti ekki að vera að fara heim bara til þess að sofa þar ein í nokkra klukkutíma.

Góður dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband